Drottinn Guð af himni háum

Drottinn Guð af himni háum
hefur gát á stórum smáum,
um þau ætíð stendur vörð.
Til þín, faðir, fyrst vér leitum,
frelsa oss, sem á þig heitum.
:/: Helgist nafn þitt hér á jörð :/:

Heyr þú bænir barna þinna,
blessun lát þau ætíð finna,
yfir þeim um aldir vak.
Þú, sem ríkir öllu ofar
eilífð himna nafn þitt lofar
:/: eins og minnsta andartak :/:

Kristján Valur Ingólfsson.