Funiculi, funicula

Ég lifi sérhvern dag í glaum’i og gleði
við gullna skál.
Ég teyga lífsins veigar léttu geði
af líf og sál.
Ég syng, ég syng og harpan undir hljómar
ó, hlustið á.
Í strengjahljóm og söngvum endurómar
mín innsta þrá.

Syngjum, syngjum hrærum hörpustreng
syngjum, syngjum hrærum hörpustreng
Funiculi, funicula, funiculi, funicula
syngjum hrærum hörpustreng funiculicula.

Mér finnst ei synd í léttum dans’i að líða
og leika sér.
Ég vil ei neinum harmagráti hlýða
guð hjálpi mér.
Í mjúkum örmum leikur allt í lyndi
og logar blóð.
Í dans og söng er allt mitt líf og yndi
og öll mín ljóð.

Syngjum, syngjum ..........................

Ég aumka þá sem labba leiðu geði
um lífins veg.
Ég hylli þá sem lif’a í glaum og gleði
það geri ég.
Ég syng, ég syng og áfram lífið líður
við ljúfan hag.
Því gleðin aldrei eftir neinum bíður
um ævidag.

Syngjum, syngjum ..........................