Jólaljóð


S:
Hvít er borg og bær, bjartur jólasnær
hylur kaldan svörð, hýst er bóndans hjörð.
Kirkjan kallar enn, Kristi fagna menn,
á jólahátíð gefi Guð gleði' og frið á jörð.

ATB:
|:Damm damm da ra ra da da:|

SATB:
Ljúfan óm, helgan hljóm, heim frá kirkju ber.
Hringt er blítt, hljómar þýtt, heilög stundin er.
Ljósum prýdd, litum skrýdd, ljóma tré svo græn.
Til himins hljótt á helgri nótt heita sendum bæn.

S:
Senn er úti ár, öll þess bros og tár
ýmist verða gleymd eða' í minni geymd.
Tendrum ljós á tré, trúin helga sé
í vetrarmyrkri vegaljós og vermi kaldan heim.

ATB:
|:Damm damm da ra ra da da:|

SATB:
Ljúfan óm ....

Erla Þórdís Jónsdóttir