Varir þegja

Varir þegja vildu segja: Unn þú mér.
Fiðlur hljóma enduróma: Ann ég þér.
Handtak hlýtt mér tjáir heitt þú elskir mig.
Eitt er víst, já eitt er víst, ég elska þig.

Brostu vina, brostu vina blítt til mín.
Brostu svo að ljómi skæru augun þín.
Í þau vil ég stara og í þeim vil ég sjá
alla mína hamingju sem lífið á.