aett

Ættfræði og ýmis fróðleikur um áa

Ýmis fróðleikur um áa

home
Um mig Niðjatöl

Þegar myndasöfn eru skoðuð í Windows er mælt með að:
- klikka á mynd
- fletta myndum með lyklaborðsörvum
- eða klikka á "play" takkann fyrir sjálfvirka flettingu
- loka mynd með Esc
Auk þess má, áður en klikkað er á mynd:
- ýta á F11 til að fara í/úr heilskjá

mail Um Helgu
menu Valmynd: mail

Afar/ömmur: Ólafur Bjarnason bóndi og Kristólína Kristjánsdóttir

Mannvirki og landslag á Brimilsvöllum:

Hér er safnað saman myndum af mannvirkjum og landslagi, gömlum og nýjum.

mannv
Flugmynd af Brimilsvöllum (www.mats.is)
mannv

Flugmynd af Vallabjargi og Brimilsvöllum (www.mats.is)

mannv
Gamli bærinn, Hólbúð, fjósið og útihúsin
mannv

Gamli bærinn, Hólbúð, fjósið og útihúsin
Ég hef merkt myndina 1925, en finn ekki heimildina. Þarna er ekki búið að byggja yfir innganginn eins og sést á ljósmyndinni af gamla bænum. Athyglisvert er að sjá bæjarhúsin í Hólbúð. Á útihúsunum var hænsnakofinn lengst til vinstri, þá fjósið, síðan hlaðan og súrheysgryfja (ef ég man þetta rétt). Málverk eftir Þorstein Hannesson (1906-1985)

mannv
Brimilsvellir til austurs
mannv

Brimilsvellir, til austurs
Kannski 1925. Erfitt að lesa í allar byggingarnar sem sjást í Vallalandinu. Málverk eftir Þorstein Hannesson (1906-1985)

mannv
Gamli bærinn
um 1940
mannv

Gamli bærinn
Um 1940. Þetta hús var líklega rifið 1944 og núverandi hús byggt á svipuðum stað. Gaman væri að vita hverjir standa í gættinni. Úr myndaalbúmi pabba.

mannv
Gamli bærinn og kirkjan
mannv

Gamli bærinn og kirkjan
Líklega eftir 1940. Siggi Tom, sendi mér þessa mynd fyrir nokkrum árum. Hann var í sveit á Völlum ásamt systkinum sínum Stínu og Heddí. Gaman væri að vita hverrar gerðar bíllinn er.

mannv
Gamli bærinn og útihúsin
mannv

Gamli bærinn og útihúsin
Líklega eftir 1940. Gæti verið Röggi. Mynd frá Sigga Tom.

mannv
Fjárhúsin á Hvarfi
mannv

Fjárhúsin á Hvarfi
Líklega eftir 1940. Golli virðist vera við slátt. Mynd frá Sigga Tom.

mannv
Kirkjan og kannski Bakkabær eða Bakkabúð í fjarska
mannv

Kirkjan og kannski Bakkabær eða Bakkabúð í fjarska
Líklega eftir 1940. Bagga?, Golli og pabbi. Hverjir eru guttarnir; kannski er annar þeirra Siggi Tom? Mynd frá Sigga Tom.

mannv
Nýja bæjarhúsið í byggingu
mannv

Nýja bæjarhúsið í byggingu
Húsið var byggt og tekið í notkun 1945. Úr myndaalbúmi pabba.

mannv
Nýja bæjarhúsið í byggingu
mannv

Nýja bæjarhúsið í byggingu
1945. Spurning hvað bygging þetta er nær í mynd? Úr myndaalbúmi pabba.

mannv
Samkomuhúsið og undirstaða vindmyllunnar
mannv

Samkomuhúsið og undirstaða vindmyllunnar
Um 1949. Vigga og kálfurinn. Úr myndaalbúmi pabba.

mannv
Kirkjan, bærinn og útihús
mannv

Kirkjan, bærinn og útihús
Um 1960. Myndasmiður óþekktur.

mannv
Hesthúsið upp með læk
mannv

Hesthúsið upp með læk (mér sýnist það á landslaginu)
1961. Páskaferð að Völlum.

mannv
Hundakofinn austan Skollár
mannv

Hundakofinn austan Skollár
1989. Haldið var ættarmót á Völlum á 100 ára afmæli afa.

mannv
Réttin við Skollá
mannv

Réttin við Skollá
2003. Settum upp pallhúsið og sváfum þarna eina nótt í ferðalagi um Snæfellsnes. Hluti réttarinnar er fallinn fyrir bakkann vegna ágangs sjávar.

mannv
Réttin við Haukabrekku
mannv

Réttin við Haukabrekku
2005. Gönguklúbburinn okkar gekk m.a. um Vallabjarg og að Haukabrekkurétt. Amma Kristólína bjó þar þegar hún kynntist afa. Réttin er rétt handa við Staðarbergsá sem skiptir löndum á milli Brimilsvalla og Geirakots.