Óli Sig

Ólafur Sigurðsson

Ýmislegt um söfnun, útiveru, ættfræði, söng

Tenglar út og suður:

Nýjasta nýtt

6. júlí 2020: Nýr völlur í safnið.

Spiluðum Vesturbotn á Patreksfirði. Völlurinn er sá vestasti i Evrópu, sjá:

Golfvellir

Eldri fréttir

24. desember 2019: Jólakort/annáll ársins 2019.

Eldri jólaannálar

10. des. 2019. Síða m.a. með myndböndum til minningar um Bauku, tengdamóður mína, f. 8. des. 1919 d. 7. júlí 2004, sjá:

Birgir og Sveinbjörg

27. júlí 2019: Nýtt kort í safnið.

Gerður var út sérstakur leiðangur að heiman og austur í Landeyjar til að ná í kortið "C15" og kortin eru nú orðin 302. Ferill úr GPS-tækinu frá þjóðvegi 1 og niðureftir ásamt mynd fylgir að sjálfsögðu. Ekið var heim að bænum Sigluvík og leitað ráða hjá heimamanni um ferð niður á sandinn og varaði hann við fjörukambinum en að öðru leyti ætti það að vera vandræðalalaust. Við ókum hálfa leið en gengum síðustu 2 km í strekkingsvindi undan á leið niðureftir en bálhvasst á móti til baka. Myndin er tekin við hornpunkt reitsins en þaðan voru um 50 m niður að sjó; líklega einn minnsti reiturinn á kortinu, sjá:

Víðförli

14. júlí 2019: Nýr völlur í safnið.

Spiluðum nýja völlinn, Sigló Golf, í Rataferð í Fljótin. Gamli völlurinn, Hólsvöllur, hefur verið lagður af, sjá:

Ratar Golfvellir

Eldri fréttir

21. mars 2019: Fuglamyndasöfnun: Ég frétti af gulöndum fyrir ofan Elliðaársstífluna og náði þessari nýju mynd í safnið, sjá:

Fuglar

4. mars 2019. Síða m.a. með minningarmyndbandi um bróður minn Jón Sigurðsson, svæfingarlækni, f. 22. sept. 1947 d. 29. des. 2018, sjá:

Jón Sig.

11. desember 2018: Kórinn okkar Helgu, Harmóníukórinn, hélt vel heppnaða aðventutónleika í Árbæjarkirkju. Undirleikari við Aladár Rácz og einleikari var Herdís Pálsdóttir, sjá:

Aðventutónleikar 2018
kór
Árbæjarkirkja, desember 2018 Mynd: (C) Ársæll Már Gunnarsson

Október 2018: Haustferð í golf til Mazagan, Marocco, sjá:

Golfferðir

11. júlí 2018: Fuglamyndasöfnun; nýjar og betri myndir í safnið. Við Akureyri: Flórgoði, jaðrakan, sandlóa og stormmáfur, sjá:

Fuglar

Eldri fréttir

15. júní 2018: Golfvellir; ný mynd í safnið. Við spiluðum Glanna á leið til Akureyrar. Fallegur en ekki auðveldur, sjá:

Golfvellir

4. maí 2018: Ættfræði; gamlar myndir frá Siglufirði. Frændi Helgu, Sigurjón Vigfússon, sendi okkur tvær myndir frá 1951 í gær, sjá:

Ættfræði

28. desember 2017: Jólabækurnar í ár ! Ég var að setja átta nýjar útgáfur af niðjatölum langafa og langömmu minna og Helgu á netið, sjá:

Niðjatöl

1. ágúst 2017: Víðförlileikur; nýtt kort í safnið. Fórum í Rataferð í Fljótin. Á bakaleiðinni var ekið inn í Vatnsdal til að ná í kortið "M14" og kortin eru nú orðin 301. Ferill úr GPS-tækinu og mynd fylgir að sjálfsögðu. Vatnsdalurinn kom á óvart og margt fallegt að sjá m.a. ættaróðal Björns Blöndals sýslumanns, forföður okkar og landnámsjörð Ingimundar gamla, Hof í Vatnsdal. Myndin er tekin við Grímstungu við afleggjarann upp á Grímstunguheiði, sjá:

Víðförli

Um vefinn

16. des. 2017: Forsíðan gerð virkari með fréttum og tilvísunum.

12. mars 2017: Smá skipulagsbreyting; „Söfnun" er ný í aðalvalmynd. Þangað eru komnir „Áfangar", „Bílar", „Fuglar", „Golfvellir", „Jólaannaálar" og „Víðförli".

22. feb. 2017: Búinn að bæta við tveimur síðum á aðalvalmynd, bílum og fuglum, sem fyrst og fremst eru fyrir nörda. Undir „Útivera" er komin síðan „Áfangar"

10. okt. 2016: Enn er verið að breyta útliti; nú er verið að gera síðuna símavæna; alltaf eitthvað nýtt.

18. sept. 2016: Þetta smámjakast; nú haustar að og vonandi mun ég birta ýmislegt nýtt og spennandi í vetur.

22. febr. 2016: Ég er enn að lagfæra uppsetningu vefjarins. Ef einhver síða hleypur út undan sér á að duga að endurhlaða, t.d. með F5.

1. jan. 2016: Þá hefur mér loksins tekist að koma því í verk að breyta útliti síðunnar minnar sem ég hef haldið úti í allmörg ár. Fyrst var síðan undirsíða hjá Hönnun hf / VgkHönnun hf / Mannviti hf, sem ég hef unnið hjá alla mína tíð, en síðan undirsíða hjá Símanum. Í fyrra kom ég mér loksins upp eigin léni; www.olisig.is.