sofn

Söfnun og listar af ýmsu og ólíku tagi

Söfnun og listar

home
menu Valmynd: mail

Kirkjusýn frá Hrólfsskálamel

Þegar við vorum nýflutt á Hrólfsskálmelinn og ég var að skoða útsýnið sá ég fljótlega einar þrjár kirkjur af svölum, Grensárkirkju með berum augum og Kópavogskirkju og Bessastaðakirkju þegar kíkirinn hafði verið tekin upp..

Síðar datt mér í hug að leita kerfisbundið að fleiri kirkjum. Í byrjun árs 2020 er staðan sú að ég hef fundið átta kirkjur og tók um daginn meðfylgjandi myndir af þeim öllum með 600mm linsunni minni í góða veðrinu þann 29. jan. Það er ekki mikil von til að finna fleiri, en ekki útilokað.
Ágúst 2022: Jú, ein í viðbót. Fann Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd þ.e. alls níu kirkjur.
Myndunum er raðað frá vinstri til hægri.

Klikkið á panoramamyndina til að sjá hana fullri skjástærð og síðan má slá á "f" til sjá í fullri upplausn. Sumar myndir eru ekki alveg í fókus; tréin trufla en ég reyni að bæta úr því.

H14

Svona var útsýnið af svölunum vorið 2016.

kirkjur
Hallgrímskirkja
2015
kirkjur

Hallgrímskirkja
2015 Sést ekki á víðmyndinni; hún sést aðeins úr stofuglugganum og þessi mynd er tekin í gegnum gler. Kirkjan skyggir á Háteigskirkju, sem er í nákvæmlega sömu línu.

kirkjur
Grensáskirkja
2014
kirkjur

Grensáskirkja
2014 Ber í fjöllin, rétt hægra megin við Hús verslunarinnar. Hún var sú fyrsta sem ég tók eftir.

kirkjur
Neskirkja
2015
kirkjur

Neskirkja
2015 Krossinn ber í tréin í Öskjuhlíð. Turn Borgarspítalans sést rétt vinstra megin við krossinn.

kirkjur
Lindakirkja
2020
kirkjur

Lindakirkja
2020 Ég ætlaði aldrei að finna hana; hélt að hún væri hærra í landslaginu. Turn kirkjunnar sést á milli blokkanna. Turninn í Smáralind vinstra megin.

kirkjur
Kópavogskirkja.
2014
kirkjur

Kópavogskirkja
2014 Sést illa á víðmyndinni. Ég þurfti að standa upp á stól, lengst til vinstri á svölum til að ná þessari. Hún gæti horfið á bak við tré þegar frá líður.

kirkjur
Vídalínskirkja
2020
kirkjur

Vídalínskirkja
2020 Fann hana um síðir. Tréin eiga eftir að fela hana.

kirkjur
Garðakirkja
2020
kirkjur

Garðakirkja
2020 Sést ekki á víðmyndinni; ég þurfti að standa uppi á stól á svölunum. Hún var sú næstsíðasta sem ég fann; ótrúlegt að turninn skuli rétt ná yfir Garðaholtið og þak á nærliggjandi húsi.

kirkjur
Bessastaðakirkja
2014
kirkjur

Bessastaðakirkja
2014 Hún var ein sú fyrsta sem ég sá.

kirkjur
Kálfatjarnarstaðakirkja
2022
kirkjur

Kálfatjarnarstaðakirkja
2022 Sést ekki á víðmyndinni; hún er lengra til hægri. Fann hana ekki fyrr en ég með hjálp GoogleMaps, rétt hægra megin við Stapafellið sem er námusvæði á Reykjanesi. Reyni að ná betri mynd í björtu vetrarveðri; mistur í lofti í dag, líklega út af gosinu í Merardölum