sofn

Söfnun og listar af ýmsu og ólíku tagi

Söfnun og listar

home
menu Valmynd: mail
Veftré

Vitar Íslands

Ekki er öll vitleysan eins. Bekkjarbróðir minn, Kristinn V, spurði mig hvort ég hefði tekið myndir af vitum; eitthvað hafði hann verið að dunda við það. Ég sagðist ekki hafa gert það kerfisbundið en eitthverjir hefðu örugglega ratað inn á myndir. Auðvitað var það til þess að ég fór nýlega að skoða hve margir vitar lent inn á mynd hjá mér, flestir fyrir tilviljun. Ég ákvað að nota vitaskrá Vegagerðarinnar sem viðmið og miða við ljósvita sem þar birtast á meðfylgjandi yfirlitskortum. Ég tel 95 vita á þekjunni "Vitar" á korti Vegagerðarinna: vitaroghafnir.vegagerdin.is. Á annarri síðu er talað um 104 ljósvita; þá er spurningin hvort þeir séu allir komir inn á kortið hjá þeim.
Ég fann hjá mér 30 myndir (2024.03.24), flestar vitar á mynd fyrir tilviljun og eru þær birtar hér í sömu röð og vitaskráin og númeraðir eins og þar er gert. Reykjanesviti er #1 í vitaskránni. Á nokkrum myndanna eru þeir aðeins greinanlegir ef mikið er þysjað inn eða myndin skoðuð í fullri stærð á stórum skjá. Nú verða augun höfð opin í næstu ferðum um landið. Auðvelt er að bæta miklu við þetta með lítilli fyrirhöfn. Á borðtölvu má klikka á mynd til að sjá hana í fullri stærð.