aett

Ættfræði og ýmis fróðleikur um áa

Ýmis fróðleikur um áa

Valmynd:

Ættfræðigögnum þessum hefur verið safnað á síðustu 30 árum, fyrst með því að yfirheyra ættingjana og ekki síst voru foreldrar okkar iðin við kolann að veita upplýsingar. Nú er þau öll löngu fallin frá og tæknin tekið völdin.
Síðustu árin, eftir að Íslendingabók opnaði á netinu, þá hef ég reglulega flett í gegn um þann gagnagrunn og bætt við börnum, mökum og öðrum gögnum sem hér birtast.
Ég er að byrja vinnu við að safna gögnum um langalangafa okkar og takmarka mig þar við fjórar kynslóðir. Þetta er sýnu snúnara en niðjatöl langafanna þar sem Íslendingabókar nýtur ekki lengur við. Upplýsingar um Vestur Íslendinga hef ég nálgast hjá vefsíðu IR (Icelandic roots). Gögn verða birt um leið og þau fæðast en hugmyndin er að átta sig betur á hverjir eru fjórmenningar við mann. Ég tel nefnilega tilefni til þess að ávarpa fjórmenninga sem frændur og frænkur en það sama gildir tæplega um fimmmenninga.
Margir hafa haft samband og veitt ítarlegri upplýsingar en Íslendingabók veitir og leiðrétt villur sem alltaf slæðast inn. Skjölin verða því betri sem þeim mun fleiri sem láta í sér heyra. Senda póst !
Var að bæta við tveimur myndrænum niðjatölum. Tilefnið er mikið magn mynda, sem fundist hafa í dánarbúum foreldra okkar, og við höfum verið að reyna að nafngreina.

Myndræn niðjatöl
- í nýjum glugga

Langafar og langalang-afar/-ömmur Helgu Kjaran:

PDF skjöl, útgefin 2022:

Langafar og langalangafar Ólafs Sigurðssonar:

PDF skjöl, útgefin 2022:

Langafar, langömmur Langalangafar
Bjarni Sigurðsson, bóndi á Hofi, s. á Brimilsvöllum
f. 12. ág. 1853
Sigurður Tómasson, bóndi á Þerney
f. 5. júní 1818
Vigdís Sigurðardóttir
f. 9. ág. 1850
Sigurður Ólafsson, bóndi á Sandi í Kjós
f. 13. júlí 1816
Kristján Þorsteinsson, bóndi í Norður Bár, Hjallabúð s. á Akranesi
7. ág. 1856
Þorsteinn Kristjánsson, bóndi á Fremri Hrafnabjörgum
f. 21. mars 1833
Sigurlín Þórðardóttir
f. 6. ág. 1861
Þórður Einarsson, bóndi á Suður Bár
f. 15. júní 1833
Kristján Jónsson, hreppstjóri í Víðidalstungu
f. 23. feb. 1848
Jón Kristjánsson, prestur og alþingismaður á Breiðabólstað
f. 17. maí 1812
Gróa Ólafsdóttir
f. 6. jan. 1839
Ólafur Jónsson, bóndi á Sveinsstöðum
f. 5. okt. 1811
Sighvatur Bjarnason, bankastjóri í Reykjavík
f. 25. jan. 1859
Bjarni Kristjánsson, útvegsbóndi í Hlíðarhúsum, Reykjavík
f. 1828
Ástgerður Ágústa Sigfúsdóttir
f. 9. jan. 1864
Sigfús Jónsson, prestur á Undirfelli
f. 21. okt. 1815

Langafar og langalang-afar/-ömmur Helgu Kjaran:

PDF skjöl, útgefin 2022:

Langafar, langömmur Langalangafar
Tómas Eyvindsson, bóndi í Vælugerði
f. 14. júní 1854
Eyvindur Jónsson, bóndi í Dúðastöðum í Fljótshlíð
f. 11. ágúst 1826
Sigríður Pálsdóttir
f. 3. des. 1864
Páll Guðmundsson, hreppstjóri á Þingskálum
f. 3. apríl 1834
Franz Edward Siemsen, sýslumaður Í Hafnarfirði
f. 14. okt. 1855
Georg Nicolay Edward Siemsen, ræðismaður
f. 15. maí 1815
Þórunn Thorsteinsson Árnadóttir
f. 10. apríl 1866
Árni Thorsteinsson Bjarnason, landfógeti
f. 5. apríl 1828
Björn G. Blöndal, læknir á Siglufirði
f. 19. sept. 1865
Gunnlaugur Pétur Björnsson Blöndal, sýslumaður
f. 1. júlí 1834
Sigríður Möller
f. 16. mars 1865
Ingibjörg Einarsdóttir, þjónustustúlka á Rauðará
f. 2. júlí 1833
Hafliði Guðmundsson, hreppstjóri á Siglufirði
f. 2. des. 1852
Guðmundur Guðmundsson, bóndi á Brunnastöðum, s. í Reykjavík
f. 29. apr. 1817
Sigríður Pálsdóttir
f. 5. nóv. 1856
Páll Magnússon, tómthúsmaður í Pálsbæ í Reykjavík
f. 7. des. 1820