ÓS

Ólafur Sigurðsson og Helga Kjaran

Ýmislegt forvitnilegt um lífið og tilveruna

Ólafur Sigurðsson og Helga Kjaran

Ýmislegt forvitnilegt

Tilveran Myndasöfn Innanlands Erlendis Söfnun Harmóníukórinn mail
menu mail
Veftré

Tenglar út og suður:

Fréttir (2024-5)

Söfnun: Fuglar

31. janúar 2025. Mynd af nýjum fugli í safnið. Grafönd á Læknum í Hafnarfirði.

Söfnun: Kirkjur

1. jan. 2025. Skrapp til Grindavíkur og nú á ég myndir af öllum kirkjum þjóðkirkjunnar í Kjalarnesprófastsdæmi

Tilveran: Jólaannálar

24. des. 2024. Jólakort/annáll ársins 2024.

Utanlandsferðir: Golf

Október 2024. Mánaðarferð til Mar Menor GolfResort.

Söfnun: Horft til himins

18. jan. 2024. Ný síða um himininn. Hálft tungl. Mynd af svölunum heima.

Eldri fréttir (2023)

Söfnun: Eldgos

18. des. 2023. Mynd af nýju eldgosi í safnið. Mynd af svölunum heima, 15 mín. eftir að það hófst.

Harmóníukórinn: Aðventutónleikar 2023

12. desember 2023. Kórinn okkar Helgu, Harmóníukórinn, hélt vel heppnaða aðventutónleika í Árbæjarkirkju. Fimm einsöngvarar, tveir undirleikarar og kórinn fluttu m.a. Jólaóratóríu Saint-Saëns.

Atburðir: Myndbönd

1. des. 2023. Gullbrúðkaup okkar Helgu; 3 mín. myndband af því tilefni.

Söfnun: Golfvellir

3. júlí 2023. Nýr völlur í safnið. Gerðum út sérstakan leiðangur til að spila Húsafellsvöll.

Söfnun: Fuglar

24. maí 2023. Mynd af nýjum fugli í safnið. Þórshani á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi

Eldri fréttir (2019-2022)

Tilveran: Skólar

26. ágúst 2022. Skólamyndir.
55 ára stúdentar úr MR komu saman, ári á eftir áætlun. Þar voru mættir níu nemendur úr 12-E í Breiðagerðisskóla.

Ættfræði: Niðjatöl

10. febrúar 2022: Ég var að setja tuttugu og fjórar nýjar útgáfur af niðjatölum langafa og langalangafa minna og Helgu á netið.
Uppfærðar útgáfur 2024.

Söfnun: Kirkjusýn

5. febrúar 2020. Ný síða með kirkjusýn frá Hrólfsskálamelnum.

Ættfræði: Birgir og Sveinbjörg

10. des. 2019. Síða m.a. með myndböndum til minningar um Bauku, tengdamóður mína, f. 8. des. 1919 d. 7. júlí 2004.

Söfnun: Víðförli

27. júlí 2019. Nýtt kort í safnið. Gerður var út sérstakur leiðangur að heiman og austur í Landeyjar til að ná í kortið "C15" og kortin eru nú orðin 302. Ferill úr GPS-tækinu frá þjóðvegi 1 og niðureftir ásamt mynd fylgir að sjálfsögðu. Ekið var heim að bænum Sigluvík og leitað ráða hjá heimamanni um ferð niður á sandinn og varaði hann við fjörukambinum en að öðru leyti ætti það að vera vandræðalalaust. Við ókum hálfa leið en gengum síðustu 2 km í strekkingsvindi undan á leið niðureftir en bálhvasst á móti til baka. Myndin er tekin við hornpunkt reitsins en þaðan voru um 50 m niður að sjó; líklega einn minnsti reiturinn á kortinu.

Eldri fréttir (2019)

Söfnun: Fuglar

30. maí 2019: Fuglamyndasöfnun: Brandendurnar á Bakkatjörn eru búnar að koma upp ungum.

Ættfræði: Jón Sigurðsson

4. mars 2019. Síða m.a. með minningarmyndbandi um bróður minn Jón Sigurðsson, svæfingarlækni, f. 22. sept. 1947 d. 29. des. 2018.

Um vefinn

15. jan. 2022: Valmyndin efst er nú alltaf sýnileg.

15. mars 2021: Ný síða undir „Söfnun" er „Eldfjöll".

24. feb. 2021: Smá skipulagsbreyting; „Tilveran" er ný í aðalvalmynd. Þangað voru fluttir „Jólaannaálar" og „Heimili". Þá eru þar nýjar síður:„Skólaganga" og „Vinnustaðir".

16. des. 2017: Forsíðan gerð virkari með fréttum og tilvísunum.

12. mars 2017: Smá skipulagsbreyting; „Söfnun" er ný í aðalvalmynd. Þangað eru komnir „Áfangar", „Bílar", „Fuglar", „Golfvellir", „Jólaannaálar" og „Víðförli".

22. feb. 2017: Búinn að bæta við tveimur síðum á aðalvalmynd, bílum og fuglum, sem fyrst og fremst eru fyrir nörda. Undir „Útivera" er komin síðan „Áfangar".

10. okt. 2016: Enn er verið að breyta útliti; nú er verið að gera síðuna símavæna; alltaf eitthvað nýtt.

18. sep. 2016: Þetta smámjakast; nú haustar að og vonandi mun ég birta ýmislegt nýtt og spennandi í vetur.

22. feb. 2016: Ég er enn að lagfæra uppsetningu vefjarins. Ef einhver síða hleypur út undan sér á að duga að endurhlaða, t.d. með F5.

1. jan. 2016: Þá hefur mér loksins tekist að koma því í verk að breyta útliti síðunnar minnar sem ég hef haldið úti í allmörg ár. Fyrst var síðan undirsíða hjá Hönnun hf / VgkHönnun hf / Mannviti hf, sem ég hef unnið hjá alla mína tíð, en síðan undirsíða hjá Símanum. Í fyrra kom ég mér loksins upp eigin léni; www.olisig.is.