Kirkjusýn frá Hrólfsskálamel
Þegar við vorum nýflutt á Hrólfsskálmelinn og ég var að skoða útsýnið sá ég fljótlega einar þrjár kirkjur af svölum, Grensárkirkju með berum augum og Kópavogskirkju og Bessastaðakirkju þegar kíkirinn hafði verið tekin upp..
Síðar datt mér í hug að leita kerfisbundið að fleiri kirkjum.
Í byrjun árs 2020 er staðan sú að ég hef fundið átta kirkjur og tók um daginn meðfylgjandi myndir af þeim öllum með 600mm linsunni minni í góða veðrinu þann 29. jan.
Það er ekki mikil von til að finna fleiri, en ekki útilokað.
Ágúst 2022: Jú, ein í viðbót. Fann Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd þ.e. alls níu kirkjur.
Myndunum er raðað frá vinstri til hægri.
Svona var útsýnið af svölunum vorið 2016.