sofn

Söfnun og listar af ýmsu og ólíku tagi

Söfnun og listar

home
menu Valmynd: mail
Veftré

Mínar myndir af eldgosum

Hér verða bitar myndir af eldgosum sem ég hef séð og tekið myndir af, sum í návígi en önnur úr fjarlægð.

Surtseyjargosið
Eldgos
Gosmökkur frá Teigagerði, seint 1963

+4

Gosmökkur frá Hellisheiði, seint 1963
Á Hellisheiði, seint 1963
Við Surtsey í sept. 1964
Við Surtsey í sept. 1964

+4

1963-7 Surtsey
Seint árið 1963 sást gosmökkurinn vel frá Reykjavík m.a. úr þakglugganum í Teigagerði 17.
Seint árið 1963 fórum við austur á Kambabrún og skoðuðum gosmökkinn.
Haustið 1964 var siglt frá (Þorlákshöfn) með (Gullfossi) til að skoða gosið.

Heimaeyjargosið
Eldgos
Í Heimaey, apríl 1973

+7

Í Heimaey, apríl 1973
Í Heimaey, apríl 1973
Í Heimaey, apríl 1973
Í Heimaey, apríl 1973
Í Heimaey, apríl 1973
Í Heimaey, apríl 1973
Í Heimaey, apríl 1973

+7

1973 Heimaey
Starfmenn Hönnunar og fleiri verkfræðingar fóru í rannsóknarferð til Heimaeyjar í apríl 1973. Við flugum til Eyja og stoppuðum þar í nokkra klukkutíma.




Heklugosið 1980
Eldgos
Gosmökkur frá Kringlumýrarbraut, ágúst 1980

+4

Við Heklu, ágúst 1980
Við Heklu, ágúst 1980
Við Heklu, ágúst 1980
Við Heklu, ágúst 1980

+4

1980 Hekla
Ég var heima að flísaleggja gólfið í þvottahúsinu á Ásvallagötu 17. ágúst þegar fréttir bárust af gosinu. Við tókum strax strikið austur, Helga ófrísk af Ólöfu, og þar náði ég nokkrum myndum af gosinu.




Heklugosið 1991
Eldgos
1991 Hekla
Fréttir bárust um að Heklugos væri væntanlegt með 15 mín fyrirvara (Ath. kannski var þetta fyrir gosið 2000). Við tókum fljótlega strikið austur í myrkri og ekið á jeppum upp á hæðir vestan Heklu (Næfurholtsfjöll?) þar sem mikill fjöldi manna var saman kominn. Þar tók ég aðeins eina nothæfa mynd af gosinu, en það dugir.


Eyjafjallajökulsgosið
Eldgos
Frá Hvolsvelli, apríl 2010

+3

Frá Hvolsvelli, apríl 2010
Frá Reykjavík, apríl 2010
Frá Heiðarási, apríl 2010

+3

2010 Eyjafjallajökull
Eitt frægast gos seinni tíma. Við keyrðum á Hvolsvöll í góðu veðri til að skoða. Gosið sást auk þess víða að m.a. úr Reykjavík og frá sumarbústaðnum í Biskupstungum

Reykjanes #1 - Geldingadalir
Eldgos
Frá Seltjarnarnesi, 23. mars 2021

+9

Frá Seltjarnarnesi, 23. mars 2021
Frá Seltjarnarnesi, 28. mars 2021
Frá Seltjarnarnesi, 29. mars 2021
Frá Seltjarnarnesi, 26. apríl 2021
Frá Seltjarnarnesi, 29. apríl 2021
Á vettvangi, 2. maí 2021
Á vettvangi, 2. maí 2021
Frá Seltjarnarnesi, 28. júlí 2021
Frá Seltjarnarnesi, 19. ágúst 2021

+9

2021 Reykjanes #1 - Geldingadalir
Gjósa fór á Reykjanesi, öllum að óvörum, sunnan við Keili og austan Fagradalsfjalls föstudaginn 13. mars þegar við komum heim úr aldarafmæli Böggu. Fyrsta hugtak um þetta gos var: "Óttalegur ræfill". Sjáum hvað setur.
Gosstrókinn sá ég fyrst 23. mars. Hér eru nokkrar myndir frá Seltjarnarnesinu, flestar teknar af svölunum hjá okkur. Krakkarnir gáfu okkur þyrluferð í afmælisgjöf til að skoða gosið; mikil upplifun.
Í september lognaðist gosið útaf en þó hefur ekki verið lýst yfir goslokum. Sjáum hvað setur.

Reykjanes #2 - Meradalir
Eldgos
Frá Nesvelli á Seltjarnarnesi, 3. ágúst 2022 (10 min eftir gosbyrjun)

+1

Frá Nesvelli á Seltjarnarnesi, 4. ágúst 2022

+1

2022 Reykjanes #2 -Meradalir
3. ágúst fór aftur fór að gjósa á Reykjanesi, aðeins norðan við gíginn í Geldingadölum.
Gosstrókinn sá ég fyrst nokkrum mínutum eftir að gos hófst; þá var ég á fimmta teig og við þóttumst sjá gosmökk, en ekkert var komið á vefmiðla. Við kláruðum fimmtu braut og sáum þá að bætt hafði í og kíktum aftur á netið og viti menn; gos var hafið og þá var fyrsta myndin tekin um 10 mínútum eftir að það hófst.
Daginn eftir var mökkurinn meira áberandi og aftur vorum við í golfi.

Reykjanes #3 - Litla Hrútur
Eldgos
Frá Suðurströnd á Seltjarnarnesi, 10. júlí 2023 (skömmu eftir gosbyrjun)

+2

Frá Hrólfsskálamel, 11. júlí 2023
Frá Hrólfsskálamel, 11. júlí 2023

+2

2023 Reykjanes #3 - Litli Hrútur
10. júlí fór enn og aftur fór að gjósa á Reykjanesi, aðeins norðan við gíginn í Meradölum.
Gosstrókinn sáum við fljótlega eftir að gos hófst en óljóst þó vegna mikils gasuppstreymis. Næstu daga sást vel til gossins m.a. í kvöldhúminu þegar sést í eldinn þótt ekki séu strókarnir háir.

Reykjanes #4 - Sundhnúkur
Eldgos
2023 Eldgosið við Sundhnjúk, 15 mín. eftir að það hófst; mynd tekin af svölunum heima.
Eldgos
2023 Reykjanes #4 - Sundhnúkur, 18.-21. des.
Annað gosið á Reykjanesi á árinu. Var að horfa á Veru á DK og þegar hún var búin sá ég að gos hefði hafist fyrir 10 mínútum eða svo. Fór út á svalir og náði bestu mynd sem ég hef náð af þessum Reykjaneseldum frá svölunum á Hrólfsskálamel. Gosið var mjög öflugt fyrstu klukkustundirnar en lognaðist síðan útaf á þriðja degi.


Reykjanes #5 - Hagafell/Grindavík
Eldgos
2024 Eldgosið rétt norðar Grindavíkur, um tveimur tímum eftir að það hófst; mynd tekin af svölunum heima.
Eldgos
2024 Reykjanes #5 - Hagafell/Grindavík, 14.-16. jan.
Fyrsta gos á Reykjanesi þetta árið; ekki er ólíklega að þau verði fleiri. Vaknaði undir morgun og sá að mikil skjálftavirkni var í gangi og búið væri að rýma Grindavík. Fylgdist með í um tvo tíma en sofnaði svo og vaknaði um kl 10; þá kom í ljós að gosið hafði byrjar örfáum míutum eftir að ég sofnaði. Fór strax út á svalir og náði þessari mynd frá svölunum á Hrólfsskálamel; ég sá aldrei neinn eld. Gosið var nokkuð öflugt fyrstu klukkustundirnar en virðist vegar að lognast útaf á öðrum degi goss þegar þetta er skrifað. Sprunga opnaðist nærri Grindavík og hraun eyðilagði nokkur hús.

Reykjanes #6 - Sýlingafell
Eldgos
Frá Suðurströnd á Seltjarnarnesi, 8. febr. 2024
(um þremur tímum eftir eftir gosbyrjun)

+3

Frá Hrólfsskálamel, 8. febr. 2024
Frá Ægisíðu, 8. febr. 2024
Frá Hrólfsskálamel, 8. febr. 2024
Heitavatnslögnin farin (t.h.)

+3

2024 Reykjanes #6 - Sýlingafell, 8.-9. febrúar
Enn og aftur fór að gjósa á Reykjanesi, á svipuðum stað og gos#4. Gosstrókinn sáum við um leið og við vöknuðum en eldinn sáum við ekki eins og í gosi #4. Þegar tók að líða á daginn dró strax úr þessu en heitavatnslögnin til Reykjanesbæjar og Grindavíkurvegurinn voru þá komin undir hraun. Morguninn eftir var allt búið, en stutt í næsta gos ef að líkum lætur.

Reykjanes #7 - Sundhnúkur
Eldgos
16.3.2024 Eldgosið rétt norðar Grindavíkur, um tveimur tímum eftir að það hófst; mynd tekin af svölunum heima.

+2

Frá svölunum, 25. mars 2024
Frá Reykjanesbraut, 7. apríl 2024

+2

2024 Reykjanes #7 - Sundhnúkur, 16. mars-8. maí.
Enn eitt gosið á Reykjanesi. Viðvörun var gefin út af Veðurstofunni um kl. 20:30 um að gos gæti verið í aðsigi; mínútu síðar byrjaði gosið. Ég tók ekki eftir þessu fyrr en um 15 mín síðar og rauk þá út á svalir og náði þessari mynd. Núna, 8. apríl, gýs enn og svipar því til gosanna í Fagradalsfjalli; það gýs úr einum mgíg sem orðinn er 2ö-30 m hár að sögn. Enn enginn skaði skeður að þessu sinni.

Reykjanes #8 - Sundhnúkur
Eldgos
31.5.2024 Eldgosið, rúmum degi eftir að það hófst; mynd tekin með síma af Reykjanesbrautinni.

+1

Frá svölunum, 4. júní 2024

+1

2024 Reykjanes #8 - Sundhnúkur, 29. maí-22. júní.
Enn eitt gosið á Reykjanesi. Við vorum í golfferð á East Sussex í Englandi og misstum af byrjuninni. Daginn eftir vorum við á leið heim, seint um kvöldið. Þá var mikið dregið af gosinu en mynd náðist á símann frá Reykjanesbrautinni. Næstu daga var lítið skyggni og það var ekki fyrr en á sjötta degi goss sem maður sá votta fyrir gosmekki af svölunum. Allt bendir til þess að það sé í dauðateygjunum.

Reykjanes #9 - Stóra Skógfell
Eldgos
26.8.2024 Eldgosið, fjórum dögum eftir að það hófst; mynd tekin svölunum heima.

+2

Frá svölunum, 25.ágúst 2024
Frá Grindavíkurvegi, 26.ágúst 2024

+2

2024 Reykjanes #9 - Stóra Skógfell, 22. ágúst-5. sept.
Enn eitt gosið á Reykjanesi. Þetta gos var aðeins norðar en fyrri gos og hefur ekki gert neinn óskunda þegar þetta er skrifað. Við vorum austur í Heiðarási og misstum af byrjuninni. Komum heim á þriðja degi goss, seint um kvöldið. Þá hafði dregið mikið af gosinu en mynd náðist á svölunum í kvöldhúminu. Daginn eftir fór ég í bíltúr suður á Grindavíkurveg og en lítið sást fyrir gosmóðu og gróðureldum, þó ein léleg mynd.

Reykjanes #10 - Stóra Skógfell
Eldgos
2024 Eldgosið um 10 mínútum eftir að það hófst; mynd tekin af svölunum heima.
Eldgos
2024 Reykjanes #10 - Stóra Skógfell, 20. nóv.-9. des.
Enn eitt gosið á Reykjanesi. Sjöunda gosið á Sundhnúksgígaröðinni og svipað síðustu gosum. Það sást aldrei vel til eldsins af svölunum þar sem það var örlítið sunnar en síðast. Þessi mynd er þó betri en engin, tekin um 10 mínútum eftir að það hófst.