Áfangar Jóns Helgasonar
Það var sumarið 2003 þegar við Helga komum að Beinahól á Kili að við fórum að velta fyrir okkur hvort við hefðum komið á alla þá staði sem ellefu erindi kvæðisins „Áfangar" fjalla um.
Fljótlega eftir að heim var komið var málið rannsakað og í ljós kom að þetta verkefni er langt komið a.m.k. nógu langt til þess að birta þessa „Áfangaskýrslu”. Vonandi tekst að ljúka því en til þess þarf þó átak t.d. að fara upp að Hágöngum, þar sem Kaldakvísl kemur úr Vonarskarði.
Klikkið á mynd fyrir hvert erindi og ferðasögu okkar.