Víðförli
Þegar ég var nýbyrjaður að vinna hjá Hönnun árið 1972 heyrði ég af hugtakinu "víðförlistuðull".
Magnús Hallgrímsson verkfræðingur ásamt öðrum vinnufélögum höfðu dundað sér við að telja hvað þeir höfðu komið á mörg gömlu amerísku herkortanna.
Ég ákvað fyrir nokkrum árum að GPS-væða þetta og skipti Íslandi upp í reiti eftir breiddar og lengdarbaugum og setti þetta upp í GoogleMap.
Reitirnir eru ekki mjörg margir sem mig vantar; helst eru það eyjar og sker, en nokkur kort get ég náð í með smágöngutúrum.
Á Google kortinu hér til hliðar eru þeir reitir sem ég hef ekki komið á sýndir rauðlitaðir.
Kortið er hægt að fá í fulla stærð með því að klikka á kassan í horninu uppi til hægri.
Svo er að sjálfsögðu hægt að þysja inn og út að ósk.
27. júlí 2019 hef ég komið á 302 kort af 325, þ.e.
víðförlistuðull minn er 93%.
9 kort eru innan seilingar, frekar erfitt að ná í 5 kort en mjög erfitt yrði að ná í síðustu 9 kortin, nánast vonlaust, t.d. Kolbeinsey.
Í smáfréttum hér til hliðar er gerð grein fyrir reitum sem sérstaklega var haft fyrir að sækja. Ferlar sem þar er rætt um sjást allir bláir á yfirlitskortinu.
Reitir A eru syðst, Y nyrst, 1 austast og 23 vestast.