tilvera

Lífið og tilveran

Lífið og tilveran

home
Atburðir Bílaflotinn Heimili Jólaannálar Skólar Vinnustaðir

Þegar myndasöfn eru skoðuð í Windows er mælt með að:
- klikka á mynd
- fletta myndum með lyklaborðsörvum
- eða klikka á "play" takkann fyrir sjálfvirka flettingu
- loka mynd með Esc
Auk þess má, áður en klikkað er á mynd:
- ýta á F11 til að fara í/úr heilskjá

mail
menu Valmynd: mail
Veftré

Skólaganga

Hér verða upptaldir allir skólar sem við sögu koma. Í sumum tilfellum er bara mynd af skólanum og örstuttur texti, annast staðar er frá meiru að segja, sérstaklega MR.

Tímakennsla, barna- og gagnfræðaskólar:

Laugarteigur 39
Skolar

1952-3 Tímakennsla
Skólagangan hófst með tímakennslu. Ég átti heima á Kirkjuteigi 27 og Laugateigurinn var skammt undan. Á Laugateigi 39 bjuggu þá kennararnir Þórarinn Hallgrímsson og Vigdís A. Elíasdóttir, þau byggðu húsið og stúkuðu það niður í 5 íbúðir og leigðu út. Vigdís rak tímakennslu þar í mörg ár.
Svo skemmtilega vill til að bekkjarbróður minn úr MR, Ágúst H. Bjarnason, á þetta hús í dag og veitti mér þessar upplýsingar. Ekki mundi ég hvað kennarinn hét, en það mun hafa verið Vigdís.
Þessi mynd er tekin 2021.

Laugarnesskóli
Skolar

1953-4 Barnaskóli
Ég man því miður ekki hvað kennari minn í Laugarnesskóla hét, en ég man að kennslustofan var á svölum á annari hæð. Salurinn var mjög eftirminnilegur og í salnum stóðu nemendur, hver fyrir utan sína stofu, og tók þátt í morgunsöng sem Ingólfur Guðbrandssson stjórnaði. Þá man ég vel eftir lýsisuppáhellingu.
Ég flutti inn í Teigagerði 17 í nóvember og það sem eftir lifði vetrar var tekinn skólabíll frá Smáíbúðarhverfinu niður í skóla.
Þessi mynd er tekin 2021.

Háagerðisskóli
Skolar

1954-6 Barnaskóli
Nú var búið að byggja smábarnaskóla með þremur kennslustofum á milli Mosgerðis og Háagerðis í Smáíbúðahverfinu og var hann kallaður Háagerðisskóli.
Þarna byrjaði ég í E-bekknum sem Marinó L. Stefánsson kenndi. Hann átti eftir að kenna mér í gegnum allar barnaskólann, alls í fimm ár.
Þessi skóli varð síðar rekinn sem leikskólinn Staðarborg. Ath. hvernig þetta húsnæði er nýtt í dag.
Þessi mynd er tekin 2021.

Breiðagerðisskóli
Skolar

1956-9 Barnaskóli
E-bekkurinn, sem Marinó L. Stefánsson kenndi, flutti árið 1956 inn í Breiðagerðisskólann úr Háagerðisskólanum. Við vorum þau fyrstu sem fluttu inn í skólann ásamt nokkrum bekkjum öðrum. Stofan okkar var sú vestasta, næst Steinagerðinu.
Þessi mynd er tekin 2021.

Réttarholtsskóli
Skolar

1959-61 Gagnfræðaskóli
Í Réttarholtsskóla voru strákar og stelpur í sitt hvorum bekknum í fyrsta bekk, strákar í 1-A, ef ég man rétt en stelpur í 1-B. Í öðrum bekk voru stelpur og strákar saman í bekk og ég var í 2-A, ef ég man rétt.
Þessi mynd er tekin 2021. Nú er þarna heilt þorp af byggingum og erfitt að ná mynd af skólanum eins og hann leit út á sínum tíma.

Gagnfræðiskólinn við Vonarstræti
Skolar

1961-2 Gagnfræðiskóli (landspróf)
Í Vonarstræti söfnuðust saman krakkar til að taka svokallað landspróf, sem veitti inngöngu í t.d. MR.
Skólinn var í gamla Iðnaðarmannafélagshúsinu á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Gengið var inn frá Vonarstræti. Þessi mynd er tekin 1974.

Framhaldsskólar:

Skolar

1962-6 Menntaskóli
Menntaskólaárin eru eftirminnileg og mikið var tekið af myndum. Aðeins brot af þeim er hægt að koma til skila, en ég mun gera mitt besta. Bekkjarfélagar úr 4.-6. bekk (Z-bekknum) hittast enn reglulega til að taka púlsinn.
Þessi mynd er tekin við dimission 1963.

Háskóli Íslands
Skolar

1966-9 Háskóli (verkfræði, f. hl. próf)
Fyrri hluti verkfræðináms var tekinn við Háskóla Íslands. Námið tók þrjú ár en að því loknu var haldið til Danmerkur.
Þessi mynd er tekin 1975.

Danmarks Tekniske Höjskole
Skolar

1969-72 Háskóli (verkfræði, masterspróf)
Til Danmerkur var haldið til að ljúka námi í verkfræði við DTH (nú DTU). Það tókst á tilætluðum tíma eða þremur árum.
Þessi mynd er tekin 1969 af stúdentagaðinum sem staðsettur var inni á miðju háskólasvæðinu en allar byggingar á svæðinu voru í sama dúr.