1974-2014 Kennari Melaskóli
Haustið 1974 var komið að því að Birgir byrjaði í skóla.
Ég ákvað að minnka við mig vinnu og var búin að ráða mig í hlutastarf í Landakoti, stundataflan var heldur óþægileg og ekki samfelld.
Þá gerðist það að Ingi Kristinsson skólastjóri í Melaskóla bauð mér hlutastarf hjá sér.
Stundataflan vaar samfelld og þægileg og tók ég tilboðinu.
Ég kenndi síðan við Melaskóla í 40 ár.
Fyrstu árin tók ég við tólf sex ára bekkjum, kenndi stundum tveimur bekkjum og auk þess kenndi ég lesgreinar og tungumál í eldri bekkjum.
Ég var umsjónarkennari í u.þ.b. 30 ár.
Síðan fór í námsleyfi veturinn 1995 til 1996 og tók ár í bókasafnsfræði við HÍ og fékk diploma sem skólasafnakennari.
Þegar ég kom aftur til vinnu varð ég aftur umsjónarkennari þá mest með eldri nemendur en vann jafnframt á bókasafni skólans.
Í átta ár ég svo umsjónarmaður bókasafnsins.
Síðustu árin minnkaði ég við mig vinnu og vann á safninu í hlutastarfi.
Ár mín í Melaskóla voru mjög skemmtileg, fjölbreytt og eignaðist ég ótal vini þar.
Auk vinnu minnar á safninu var ég í nokkur á ritstjóri fréttabréfs skólans sem var gefið út þrisvar á ári í prentuðu formi.
Þessi mynd var tekin af Melaskólanum í ágúst 2025.