Menntaskólinn í Reykjavík - Ljósmyndir úr skólalífinu
MR 3. bekkur E MR 4.-6. bekkir Z MR 4.-6. bekkur Z - LjósmyndirVorið 1965:
Fimmtabekkjarferð
Hefð var fyrir því að fara í langferð með fimmtubekkinga.
Haldið var í hann á nokkrum rútum.
Fyrst var Glymur í Hvafirði skoðaður, þá var stoppað í Hrútafirði og hafísinn sem lá inni á firðinum kannaður .
Áfram var haldið að Glaumbæ í Skagafirði og Hólum í Hjaltadal og þaðan til Akureyrar.
Líklega var gist í skíðaskálanum á Hlíðarfjalli.
Frá Akureyri var haldið austur í Mývatnssveit og Goðafoss skoðaður í leiðinni.
Ég man ekki hvað gist var víðar, kannski í Húnaveri a.m.k. er ein mynd þaðan.
Veðrið var ljómandi gott allan tímann eins og myndir bera með sér.