tilvera

Lífið og tilveran

Lífið og tilveran

home
Atburðir Bílaflotinn Heimili Jólaannálar Skólar Vinnustaðir

Þegar myndasöfn eru skoðuð í Windows er mælt með að:
- klikka á mynd
- fletta myndum með lyklaborðsörvum
- eða klikka á "play" takkann fyrir sjálfvirka flettingu
- loka mynd með Esc
Auk þess má, áður en klikkað er á mynd:
- ýta á F11 til að fara í/úr heilskjá

mail
menu Valmynd: mail
Veftré

Menntaskólinn í Reykjavík - Ljósmyndir úr skólalífinu

MR 3. bekkur E MR 4.-6. bekkir Z MR 4.-6. bekkur Z - Ljósmyndir

Vorið 1965:
Ferð að Dyrhólaey og Þórsmörk 5Z (Litmyndir eru Kristins)
Dagbókarfærslur Kristins: Í páskavikunni ákvað hluti bekkjarins að fara í ferðalag um Suðurland. Lagt var í hann á þremur bílum, eftir því sem Kristinn og Aðalsteinn telja sig muna. Kristinn dró upp dagbókarfærslur, sem þessi frásögn byggir að miklu leyti á. Aðalsteinn ók Ford Consúl 1956 og með honum voru í bíl Ásmundur, Sveinn A. og Jónas, að sögn Aðalsteins. Ólafur ók LandRower 1965 og Sveinn R. ók Ópel. Aðrir sem voru með í för voru Ágúst, Bjarki, Guðmundur, Hans, Kristinn og Páll. Gestur, bróðir Guðmundar var einnig með í för. Þá fékk Ingvar Birgir að fljóta með austur að Selfossi. Það átti að leggja af stað upp úr 4, miðvikudaginn 14. apríil 1965, en ekki var farið fyrr en á milli 5 og 6. Komið var austur að Stórólfshvoli milli hálf átta og átta og heilsað upp á foreldra Guðmundar, en Þorgeir faðir hans var þar héraðslæknir. Fengum við þar veislukost mikinn. Um kvöldið var sungið og spilað á píanó. Síðan bjuggum við um okkur í barnaskólanum og sofnuðum um hálf tvö, eftir að hafa kveðist á. Á skírdag, vöknuðum við um 7 leytið, fengum morgunverð og lögðum af stað austur með Fljótshlíð og upp í Fljótsdal, þar datt púströrið undan bíl Sveins. Vorum að hugsa um að ganga á Tindafjöll, en þar sem skyggni var slæmt, hættum við við það. Ókum til baka, síðan suður, fram hjá Stóra-Dímoni og yfir brúna á Markarfljóti. Þá fórum við fram hjá Seljalandsfossi og næsti áfangi var Paradísarhellir. Hellirinn er skammt fyrir vestan bæinn Fit vestarlega undir Fjöllunum, eða austan við Heimaland. Þar liggur kaðall út úr munnanum, sem er í klettavegg, nokkra metra ofar jörðu. Klifum við þar upp. Síðan héldum við áfram austur og að Skógarfossi. Leiðin lá nú austur að Dyrhólaey, niður að Loftsölum, vestan við Dyrhólaey. Foráttubrim var á þessum slóðum og gerðu menn sér það að leik að hlaupa undan öldunni þegar hún brotnaði á sandinum og sjórinn rann á mikilli ferð upp fjöruna. Þetta gat ekki endað nema með skelfingu, end ófá slys orðið við þennan hættulega leik. Ein aldan skellti Guðmundi flötum og barst hann með henn drjúgan spöl sitjandi í sjónum. Sást þá aðeins í höfuð og hendur á honum, svona við og við. Betur fór en á horfðist, enda hlupi til vaskir sveinar og aðstoðuðu hann við að komast á fætur. Einn lét sér þó nægja að filma atburðinn og er tengill í myndasafnið hér að neðan. Eftir þetta bað fékk hann föt lánuð úr öllum áttum og við keyrðum að helli, nálægt Loftsölum. Þar var rok mikið. Að þessu volki loknu var lagt af stað heim á leið; ókum við til baka yfir brúna á Markarfljóti og eftir veginum austur í Þórsmörk, en til stóð að kanna gil eitt, sem Ágúst kunni deili á, og er við Þórsmerkurveg. Gilið heitir Nauthúsagil og er skammt fyrir innan Stóru-Mörk, grafið inn í móberg neðst en að ofan kubbaberg og efst í brúninni hangir hlýindaskeiðshraun fram á brúnina. Ekki var Ágúst viss um að rétta gilið hefði fundist en nokkrar myndir er til af þessum leiðangri, sjá hér að neðan. Er þar margt skemmtilegt að sjá. Skoðuðum við margt undrið þar og ókum til baka. Fórum sem leið liggur yfir Út-Landeyjar og að Stórólfshvoli. Fengum þar ágætis mat. Lögðum af stað í bæinn rúmlega tíu og var ég kominn heim um hálf tvö. Þó voru vegir slæmir vegna hálku. Sveinn og Aðalsteinn komust ekki upp Kamba og fóru því Þrengslaveg. Var þetta hin ánægjulegasta ferð. Við fengum í ferðalaginu allar tegundir af íslensku veðri.

Skólar
Ferð að Dyrhólaey
Skólar
Ferð að Dyrhólaey
Skólar
Ferð að Dyrhólaey
Skólar
Ferð að Dyrhólaey
Skólar
Ferð að Dyrhólaey
Skólar
Ferð að Dyrhólaey
Skólar
Ferð að Dyrhólaey
Skólar
Ferð að Dyrhólaey
Skólar
Ferð að Dyrhólaey
Skólar
Ferð að Dyrhólaey
Skólar
Ferð að Dyrhólaey
Skólar
Ferð að Dyrhólaey
Skólar
Ferð að Dyrhólaey
Skólar
Ferð að Dyrhólaey
Skólar
Ferð að Dyrhólaey
Skólar
Ferð að Dyrhólaey
Skólar
Ferð að Dyrhólaey
Skólar
Ferð að Dyrhólaey
Skólar
Ferð að Dyrhólaey
Skólar
(Kr.V.) Ferð að Dyrhólaey
Skólar
(Kr.V.) Ferð að Dyrhólaey
Skólar
(Kr.V.) Ferð að Dyrhólaey
Skólar
(Kr.V.) Ferð að Dyrhólaey
Skólar
(Kr.V.) Ferð að Dyrhólaey
Skólar
(Kr.V.) Ferð að Dyrhólaey