Skólaganga - Háskóli Íslands
 Fyrri hluti verkfræðináms var tekinn við Háskóla Íslands.
			Námið var þrjú ár en síðan héldu stúdentar til framhaldsnáms erlendis, flestir til Kaupmannahafnar í Danmörku m.a. ég en aðrir til Lundar í Svíþjóð og Þrándheims í Noregi.
		
Engar myndir tók ég á skólabekk né af kennurum.
		Einu myndirnar sem ég finn frá þessum árum eru úr landmælinganámskeiðinu sem fram fór í Hveragerði að loknu öðru ári, ef ég man rétt.
		Þá eru nokkrar myndir til út Steypuverksmiðjuferð upp á Akranes.
		Þær verða skannaðar og setttar hér inn, vonandi fljótlega.
		
Árbók Háskólans 1968-9: 
					Í lok síðara misseris luku 25 stúdentar fyrra hluta prófi í verkfræði.
					
Ég reyndi að finna þá alla með því að fletta Verkfræðingatali. Vonandi er eftirfarandi rétt.
					
| Nafn | Fæddur | Seinni hluti náms í: | Námstiltill skv. Verkfræðingatali | 
|---|---|---|---|
| Auðunn H. Ágústsson | 1945 | Kaupmannahöfn | skipaverkfræðingur | 
| Ágúst H. Bjarnason | 1945 | Lundi | rafmagnsverkfræðingur | 
| Árni Konráðsson | 1946 | Stokkhólmi | rafeindaverkfræðingur | 
| Ásmundur Sigvaldason | 1945 | Kaupmannahöfn | byggingarverkfræðingur | 
| Björn Ólafsson | 1946 | Lundi | byggingarverkfræðingur | 
| Eiríkur Jónsson | 1945 | Kaupmannahöfn | byggingarverkfræðingur | 
| Ellert Ólafsson | 1944 | Stokkhólmi | byggingarverkfræðingur | 
| Emil Ragnarsson | 1946-2008 | Kaupmannahöfn | skipaverkfræðingur | 
| Garðar Helgi Guðmundsson | 1945 | Lundi | rafmagnsverkfræðingur | 
| Gunnar Haraldsson | 1946 | Kaupmannahöfn | byggingarverkfræðingur | 
| Hafsteinn Blandon | 1946-2001 | Kaupmannahöfn | vélaverkfræðingur | 
| Hjörtur Hansson | 1946 | Lundi | byggingarverkfræðingur | 
| Jóhann J. Bergmann | 1946 | Kaupmannahöfn | byggingarverkfræðingur | 
| Jón Þóroddur Jónsson | 1945-2022 | Lundi | fjarskiptaverkfræðingur | 
| Loftur Þorsteinsson | 1944-2018 | Stokkhólmi | byggingarverkfræðingur | 
| Ólafur Sigurðsson | 1946 | Kaupmannahöfn | byggingarverkfræðingur | 
| Páll Jensson | 1947- | Kaupmannahöfn | rekstrarverkfræðingur | 
| Pétur Ingólfsson | 1946- | Lundi | byggingarverkfræðingur | 
| Stanley Páll Pálsson | 1945- | Lundi | byggingarverkfræðingur | 
| Stefán Pétur Eggertsson | 1946-2013 | Lundi | byggingarverkfræðingur | 
| Stefán H. Ingólfsson | 1946-2004 | Kaupmannahöfn | vélaverkfræðingur | 
| Trausti Eiríksson | 1946 | Lundi | vélaverkfræðingur | 
| Þorgeir Jónas Andrésson | 1947 | Kaupmannahöfn | byggingarverkfræðingur | 
| Þorgeir Guðmundsson | 1944-2021 | Stokkhólmi | byggingarverkfræðingur | 
| Örn Ingvarsson | 1946 | Kaupmannahöfn | byggingarverkfræðingur |